
Manfred Sauer Þvagsmokkar
Manfred Sauer GmbH er þýskur lækningatækjaframleiðandi í Lobbach sem sérhæfir sig í hágæða þvagfæravörum og hjálpartækjum hönnuðum af hjólastólanotanda fyrir aðra hjólastólanotendur.

Þvagsmokkar Manfred Sauer
Þvagsokkar Manfred Sauer eru hannaðir með einstakri límhúð sem gerir þá auðvelda í notkun. Límhúðin heldur smokkinum örugglega á sínum stað, en er samt húðvæn, hentar öllum húðgerðum og skilur ekki eftir sig leifar þegar hann er fjarlægður.
Smokkarnir eru hannaðir til að endast í allt að sólarhring, en mælt er með að skipta um daglega. Þeir koma í 5 gerðum og 11 stærðum sem henta ólíkum notendum, t.d. styttri, lengri eða með mismunandi „buffer zone“.
Allir smokkar fara í gegnum strangt gæðaeftirlit og eru 100% prófaðir áður en þeir fara á markað. Þeir hafa sannað gæði sín í Þýskalandi þar sem þeir halda yfir 50% markaðshlutdeild.
Hægt er að festa bæði poka og krana á smokkinn, sem gerir hann hentugan fyrir mismunandi þarfir. Rétt notkun tryggir örugga, þægilega og áreiðanlega lausn sem bætir lífsgæði notenda.
Styttri buffer




Lengri buffer






Skráðu þig á póstlistann okkar
og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt