Algengar spurningar
Hvernig er hægt að gerast viðskiptavinur Stórkaups?
Sótt er um viðskipti með því að fylla út umsóknina „Umsókn um viðskipti“.
Hvernig virkjar viðskiptavinur aðganginn sinn og skráir sig inn í fyrsta sinn?
Vefverslun Stórkaups notast við rafræna innskráningu sem er tengd við kennitölu og símanúmer einstaklings.
Ef viðskiptamaður er nú þegar í viðskiptum er hægt að uppfæra persónuupplýsingar með því að smella hér
og gefa upp kennitölu, símanúmer og netfang svo hægt sé að virkja rafræna innskráningu.
Þú færð svo staðfestingu í tölvupóst þegar aðgangur þinn er orðinn virkur.
Ef viðskiptamaður er ekki í viðskiptum þarf að fylla út „Umsókn um viðskipti“
Hvernig skráir viðskiptavinur sig inn í vefverslun Stórkaups?
Þegar smellt er á appelsínugula hnappinn í efra hægra horni síðunnar kemur upp innskráningargluggi þar sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappinu.
Getur viðskiptavinur Stórkaups staðgreitt vörur í vefversluninni?
Já - ef viðskiptavinur er ekki skráður í reikningsviðskipti eða kýs heldur að staðgreiða með greiðslukorti þá er sá valmöguleiki til staðar í greiðsluferlinu.
Hvernig getur viðskiptavinur séð síðustu pantanir?
Hægt er að sjá síðustu pantanir undir „Mínar síður/Vefpantanir“
Er ókeypis sending á afhendingarstað?
Já - ef pantað er fyrir meira en 25.000 kr.
Fyrir pantanir undir 25.000 kr. er 3.000 kr. sendingarkostnaður.
Það er alltaf frítt að sækja vörurnar í Skútuvog 9.
Hvernig er best að hafa samband við ykkur ef viðskiptavinur lendir í vandræðum?
Hægt er að hafa samband við þjónustuver í síma 515 1500
Einnig er hægt að senda tölvupóst á storkaup@storkaup.is
Þjónustuverið er opið milli 8:00 og 16:00 alla virka daga.
Hvað er best að gera ef vara er rangt afgreidd?
Ef vara er gölluð eða rangt afgreidd skal kaupandi hafa samband við Stórkaup í síma 515 1500 eða á storkaup@storkaup.is eins fljótt og auðið er svo hægt sé að leiðrétta pöntunina.
Skráðu þig á póstlistann okkar
og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt