
Ertu nú þegar í viðskiptum?
Við hjá Stórkaup erum búin að innleiða auðkenningu viðskiptavina með rafrænum skilríkjum í nýrri vefverslun okkar til að bæta öryggi og einfalda aðgengi viðskiptavina að vefversluninni.
Með þessu viljum við auka notendaupplifun og tryggja að viðskiptavinir geti nálgast þjónustu okkar á einfaldan og öruggan hátt.
Fylltu út formið með því að ýta á hnappinn hér að neðan og þú færð staðfestingarpóst frá okkur þegar aðgangur þinn er orðinn virkur.
Uppfæra persónuupplýsingar

Hvernig virkar rafræn innskráning?
- Þú smellir á innskráningu (appelsínugulur hnappur í efra hægra horni)
- Velur að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og slærð inn farsímanúmerið þitt.
- Gott er að hafa símann aflæstann áður en ýtt er á áfram. Þá birtist sjálfkrafa skjámynd á farsímanum þínum þar sem þarf að staðfesta beiðnina og öryggistala. Aðeins staðfesta beiðnina ef öryggistalan í símanum er sú sama og í innskráningarferlinu.
- Ef beiðnin er staðfest kemur upp gluggi þar sem þú slærð inn það PIN-númer sem þú valdir þér þegar rafrænu skilríkin voru framleidd og þú ert komin/n inn.
Skráðu þig á póstlistann okkar
og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt