Beint í efni

Manfred Sauer fræðsla

Manfred Sauer GmbH er þýskur lækningatækjaframleiðandi í Lobbach sem sérhæfir sig í hágæða þvagfæravörum og hjálpartækjum hönnuðum af hjólastólanotanda fyrir aðra hjólastólanotendur.

Gagnlegt fræðsluefni fyrir notendur og fagfólk

Á þessari síðu safnum við saman fræðsluefni sem veitir bæði notendum og heilbrigðisstarfsfólki trausta leiðsögn við val, notkun og umönnun tengda vörum frá Manfred Sauer. Markmiðið er að gera fræðsluna aðgengilega og gagnlega þannig að allir sem vinna með búnaðinn – hvort sem er í daglegu lífi eða í faglegu starfi – geti treyst á skýrar upplýsingar og áreiðanlega ráðleggingar.

Þvagsmokkabæklingur

iQ Cath - Fyrir konur

iQ Cath - fyrir karla

Þvagpokar

Þvagsmokkar

Þvagsmokkarnir frá Manfred Sauer eru frábær kostur fyrir menn með þvagleka.

Fjölbreytt úrval af stærðum og gerðum svo hver og einn ætti að finna þvagsmokk við hæfi. Mikilvægt er að þvagsmokkurinn sé notaður rétt til þess að tryggja hámarks árangur.

Best er að skipta um þvagsmokk á sólarhringsfresti til þess að tryggja sem best persónulegt hreinlæti.

Hér má sjá kennslumyndband um hvernig nota má þvagsmokkinn svo að sem bestur árangur náist.

iQ Cath

IQ-Cath hentar öllum en einstök hönnun IQ-Cath gerir það að verkum að leggurinn þræðist alltaf með þvagrásinni án þess að særa hana eða stoppa á fyrirstöðu, jafnvel þó að um þrengingar eða erfiðleika í þvagrás er að ræða.

Hér má sjá kennslumyndband um hvernig IQ – cath aftöppunarleggurinn er notaður.

Þvagpokar

Þvagpokarnir frá Manfred Sauer koma í mörgum stærðum og gerðum. Hægt er að fá mismunandi krana á pokana auk þess sem hægt er að klippa slöngur á flestum pokunum til þess að aðlaga pokana að notandanum.

Manfred Sauer hefur þá einnig hannað poka sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir hjólastólanotendur.

Hér má sjá kennslumyndband um þvagpokana og eiginleika þeirra.

Mailbox

Skráðu þig á póstlistann okkar

og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt

® 2025 Stórkaup