Beint í efni

Manfred Sauer

Manfred Sauer GmbH er þýskur lækningatækjaframleiðandi í Lobbach sem sérhæfir sig í hágæða þvagfæravörum og hjálpartækjum hönnuðum af hjólastólanotanda fyrir aðra hjólastólanotendur.

Hjólastóll og fólk að njóta

Hvað er Manfred Sauer?

Manfred Sauer er þýskur lækningatækjaframleiðandi staðsettur í Lobbach, rétt fyrir utan Heidelberg. Fyrirtækið hefur þá sérstöðu að vörur þeirra eru hannaðar af hjólastólanotanda fyrir aðra hjólastólanotendur, en stofnandi fyrirtækisins varð fyrir mænuskaða í sundslysi árið 1963, þá 19 ára.  

Þvagblöðruvandamál fylgja oftar en ekki mænuskaða og fann Manfred Sauer frá fyrstu hendi hve mikil vöntun var á góðum þvagfæravörum. Hann hóf þá vegferð sína í hönnun og þróun á þvagsmokkum (uridom), þvagpokum og síðar meir IQ-Cath aftöppunarleggnum. Framleiddi hann vörurnar og seldi úr bílskúrnum heima hjá sér til að byrja með. 

Það sem hófst sem hugmynd fyrir rúmlega 40 árum er nú nútímalegt fyrirtæki með yfir 350 starfsmenn og þar með einn stærsti vinnuveitandi Lobbach svæðisins. 

Manfred Sauer hefur helgað lífi sínu að aðstoða annað fólk sem verður fyrir mænuskaða og stofnaði hann því Manfred Sauer foundation árið 2001. Allur ágóði af seldum vörum og allur auður Manfred Sauer fer í samtökin.  

Samtökin starfrækja virknisetur ásamt hóteli og heilsulind fyrir fólk í hjólastól. Virknisetrið er ætlað til að efla sjálfstæði, virkni og félagslíf fólks í hjólastól sem lokið hefur endurhæfingu. 

Mailbox

Skráðu þig á póstlistann okkar

og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt

® 2025 Stórkaup