
Bleikur október
Við hjá Stórkaup erum stolt af því að vera styrktaraðili Bleiku Slaufunnar og leggja okkar af mörkum til að styðja við baráttuna gegn krabbameini.
Framlag okkar er í formi fjárhagslegs stuðnings sem fer beint til verkefnisins, óháð því hvaða vörur eru seldar.
Við viljum sýna samstöðu og stuðning við þau sem hafa orðið fyrir áhrifum af krabbameini, og hjálpa til við að efla krabbameinsrannsóknir og vitundarvakningu.
Tökum höndum saman í október og sýnum styrk og samstöðu.
Smelltu hér og kynntu þér Bleiku Slaufuna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins

Bleikir nitril hanskar
Nitril hanskar frá ABENA eru þekktir fyrir gæði, þægindi og áreiðanleika. Þeir eru sterkir, mjúkir og henta jafnt fagfólki sem heimilum – án latex og með framúrskarandi vernd í daglegri notkun.
Í tilefni Bleiks október bjóðum við þessa vinsælu hanska einnig í bleikum lit. Þannig getur þú sameinað hreinlæti og öryggi með fallegum táknrænum lit sem sýnir samhug í baráttunni gegn krabbameini.





Numatic Hetty
Hetty HET 160 er lítil að utan en kraftmikil að innan – og alltaf jafn hress!
Með sitt einkennandi bros og fallega bleika lit breytir hún hversdagslegum þrifum í létt og skemmtileg verkefni. Hetty er þekkt fyrir áreiðanleika og þægindi í notkun, en það er bleiki liturinn sem fær hana til að skera sig úr og setja lit í heimilið.
Hún er einfaldlega ryksugan sem lætur mann brosa á meðan hún vinnur vinnuna sína.
Skráðu þig á póstlistann okkar
og fáðu allt það nýjasta í pósthólfið þitt