Zink-smyrslið frá ABENA er með 20% sinkoxíði sem myndar hvítt, verndandi lag á húðina sem endist í allt að 8 klukkustundir. Þetta hvíta sink-lag ver húðina gegn ertandi efnum, meðal annars þvagi og hægðum. Zink-smyrslið frá Abena hentar öllum húðgerðum, sér í lagi viðkvæmri húð. Húð- og ofnæmispróf hafa sýnt að smyrslið er mjög milt fyrir húðina og sérstök blanda vatns og olíu veitir húðinni nauðsynlegan raka auk þess að hafa verndandi áhrif. Smyrslið inniheldur einnig „Shea butter“ sem hefur róandi áhrif á húðina. Abena mælir einkum með smyrslinu fyrir pirraða húð sem þarfnast mildrar umhirðu, til að mynda hjá rúmliggjandi fólki sem er mikið rúmliggjandi og/eða með þvagleka.