Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnunnar er að valda sem minnstri mengun, vernda umhverfið og þær auðlindir sem þar er að finna. Sjónarmið umhverfisverndar eru höfð í huga við alla þætti rekstrar og ákvarðanatöku.

Umhverfisstefnan nær til allrar starfsemi okkar og eru stjórnendur og annað starfsfólk hvatt til að kynna sér stefnuna, framfylgja henni og hafa frumkvæði til umbóta í umhverfismálum. Með umhverfisstefnunni skuldbindum við okkur til að fylgja og leiða þá vinnu sem felst í því að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á nærumhverfi fyrirtækisins. Við fylgjum eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta, tækniþróunar, þarfa og væntinga viðskiptavina. Við tökum mið af umhverfisvernd við meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, sóun og flokkun sorps. Sem söluaðili flokkunarlausna, notumst við sjálf við þessar lausnir í okkar starfsemi og flokkum sorp í eftirfarandi flokka: blandaður úrgangur, plast, pappír, bylgjupappi, skilagjaldsumbúðir, lífrænn úrgangur, málmur, raftæki og spilliefni.

Markmið umhverfisstefnunnar

Efla og viðhalda umhverfisvitund starfsfólks sem starfar innan fyrirtækisins, ásamt því að hvetja það og þjálfa til að sinna störfum sínum með tilliti til umhverfisverndar.

Aðlaga stjórnarhætti félagsins með aukna umhverfisvitund að leiðarljósi.

Mæla kolefnisspor starfseminnar, þ.m.t. magn sorps og eldsneytisnotkun, með hjálp Klappa og kolefnisjafna reksturinn.

Lágmarka sóun í rekstrinum.

Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun og útblæstri eins og kostur er.

Taka mið af umhverfissjónarmiðum við innkaup félagsins þar sem hægt er.

Leitast við að þróa umhverfisvænar lausnir fyrir viðskiptavini og sömuleiðis bjóða þeim upp á umhverfisvænni kosti.

Leitast við að efla umhverfisvitund viðskiptavina, hvetja til endurvinnslu og kaupa á umhverfisvænni valkostum.

Vekja athygli þjónustuaðila, verktaka og annarra hagaðila á grundvallaratriðum umhverfisstefnu félagsins þar sem við á og hvetja til úrbóta á starfsháttum þeirra í samræmi við stefnu félagsins.

Endurmeta árangur umhverfisstefnunnar með reglulegu millibili og koma á umbótum þar sem það á við.