Markmið umhverfisstefnunnar er að valda sem minnstri mengun, vernda umhverfið og þær auðlindir sem þar er að finna. Sjónarmið umhverfisverndar eru höfð í huga við alla þætti rekstrar og ákvarðanatöku.
Umhverfisstefnan nær til allrar starfsemi okkar og eru stjórnendur og annað starfsfólk hvatt til að kynna sér stefnuna, framfylgja henni og hafa frumkvæði til umbóta í umhverfismálum. Með umhverfisstefnunni skuldbindum við okkur til að fylgja og leiða þá vinnu sem felst í því að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á nærumhverfi fyrirtækisins. Við fylgjum eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta, tækniþróunar, þarfa og væntinga viðskiptavina. Við tökum mið af umhverfisvernd við meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, sóun og flokkun sorps.
Stefna Stórkaup er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.
Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun.