Kæri viðskiptavinur

Við vinnum hörðum höndum að stofnun nýs félags undir nafninu Stórkaup. Þar munum við kappkosta við að þjónusta fyrirtæki og stofnanir með margskonar rekstrar- og heilbrigðisvörur. Hluti af því vöruúrvali sem að Olís hefur verið að bjóða viðskiptavinum mun áfram vera í vöruframboði Stórkaups ásamt því að fjölmargar nýjar vörur munu bætast við.  Við munum kynna vörurnar og þjónustuna betur síðar. 

Einnig erum við að vinna að smíði á öflugri netverslun þar sem að mikil áhersla verður á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini með góðri nýtingu á tækni. Innan Stórkaupa mun starfa öflugur hópur starfsfólks sem hefur mikla þekkingu og reynslu og hefur stór hluti þessa hóps meðal annars starfað á fyrirtækjasviði Olís. Skrifstofa, þjónustu verkstæði og vöruhús Stórkaups verður í Skútuvogi 9 Reykjavík

Við hlökkum til að sjá ykkur á vormánuðum í nýju umhverfi hjá Stórkaup.

Starfsfólk Stórkaup.