Stórkaup stefnir ávallt að því að uppfylla öll lög og reglur sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækisins.
Stórkaup leitast alltaf við að standast væntingar viðskiptavina sinna og að þeir hafi jákvæða upplifun af samskiptum við okkur.
Stórkaup setur sér markmið til að tryggja að vörur standist ítrustu kröfur um gæði og mun bregðast skjótt við frávikum.
Stórkaup leggur áherslu á fyrsta flokks meðhöndlun vara við hýsingu og dreifingu, skipulögð og öguð vinnubrögð alla leið til viðskiptavina okkar.
Stórkaup er með gæðastjóra sem er menntaður matvælafræðingur.
Stórkaup verslar eingöngu við viðurkennda og ábyrga birgja.